Færsluflokkur: Bloggar
18.10.2011 | 10:35
Anne Frank
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2011 | 15:28
Austur-Evrópa
Ég hef verið að læra um Austur-Evrópu í samfélgsfræði. Ég gerði m.a. glærukynningu um Sankti Pétursborg, Volgu, Drakúla greifa, Úralfjöll og Sígauna. Ég byrjaði að finna upplýsingar og gerði svo glærurnar og fann myndir, svo setti ég þær á SlideShare. Hér er kynningin mín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2011 | 11:44
Plöntugreining í náttúrufræði
Undanfarnar vikur hef ég verið að vinna að verkefni í náttúrufræði sem felst í því að greina plöntur. Ég tók 3 plöntur sem heita Vallhumall, Blávingull og Vallelfting. Þetta fór þannig fram að við náðum í plöntu niður í Alaska-dal og fundum nafn hennar í bókinni Flóra Íslands og létum hana svo í pressun. Þá hófst greiningin, við þurftum að finna m.a. af hvað ætt hún er, blómaskipan og fl. Eftir það skrifuðum í samfeldu máli og límdi plöntuna í vinnubókina. Það sem ég lærði nýtt var að nú veit ég hvernig á að greina plöntur og pressa þær ég hef líka lært að leita af upplýsingum í bókum. Ég vann með Hákoni og Franz og gekk það mjög vel. Mér fannst verkefnið skemmtilegt í heildina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2011 | 15:25
Ritun
Ég er búinn að vera í ritun í vetur og ákvað að skrifa barnasögu;Dolli og vinir hans. sagan gerist í Austur- og Vesturvatni, en Dolli týnist og eftir langa leit þá finna vinir hans,Solla og Keli hann. mér fannst ritunin í vetur alveg ágæt en ég var svolítið áhugalaus núna í vor með þessa sögu. Hinar sögunar heppnuðust vel en þær hétu Olísmót 2010 og Brandarabók Rúnars. Ég handskrifaði bókina og get því ekki sýnt ykkur hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2011 | 14:12
Ensku kynning
Í vor byrjaði ég að gera kynningu um mig í ensku hjá Auði. Ég byrjaði að skrifa kynninguna í stílabók og skrifaði setningar eins og my favorite subject in school is og my favorite season is. Svo fórum við að finna myndir sem að passa við setningarnar og létum inn á Photostory og gerðum myndband úr því. Þá var bara að flytja þetta fyrir bekkinn svo lét ég þetta á Youtube og þaðan hingað.
Hér er myndbandið við kynninguna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2011 | 13:47
Hvalir
- Hvalir eru spendýr af ætt klaufdýra
- Þeir lifa í öllum heimsins höfum
- Hvalir skipist í tvo undir ættbálka
- Skíðishvali og tannhvali
- Steypireyður er af ætt skíðishvala og er stærsta dýr jarðar
- Hvali eru með heitt blóð í æðum
- Skíðishvalir hafa tvö blástursop en tannhvalir aðeins eitt
- Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn getur hann kafað á 2 km. dýpi og getur verið verið niðri í 60 mín.
- Hvalir hafa mjög lélega sjón en mjög góða heyrn
- Þeir skynja umhverfið með hátíðnhljóðum
- Það eru til 11 tegundir af skíðishvölum en 80 af tannhvölum í heiminum
- það eru 8 tegundir af skíðishvölum hér við land en 15 tegundir af tannhvölum
- Karldýrið heitir tarfur,kvendýrið kýr og afkvæmið kálfur, hvalkýr keflir kálfinum
- Tannhvalir nota tennurnar ekki til að tyggja heldur til að grípa og drep bráðina
- Háhyrningur er grimmastur allra tannhvala
- Búrhvalur hefur stærsta heilabú allra dýra en það er 10 kg. á þyngd
- Skíðishvalir hafa hornblöð og úr þeim hanga skíðin
- Mikið var veitt af hvölum fyrr á tíðum og hafa því flestir stofnar rýrnað
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 11:54
Eldfjallið mitt
Hér er glærukynningin
Bloggar | Breytt 24.5.2011 kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2011 | 10:32
Heimildaritgerð um lífið á Íslandi á 123. öld
Ég hef verið að vinna að ritgerð um lífið á Íslandi á 13. öld. Ég byrjaði að lesa bókina Gásagátan eftir Brynhildi Þórarinsdóttir. Því næst skrifuðum við 13. atriði um lífið á 13. öld á blað og létum fara yfir blöðin. Svo skrifuðum við í tölvum og létum myndir. Síðan fínpússaði ég ritgerðina og og gerði aðgang að box.net setti hana á box.net.
Aðrar heimildir eru :Snorri Sturluson og mannlífið á miðöldum eftir Birgi Loftson
Hér er ritgerðin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2011 | 12:41
Það mælti mín móðir
Ég hef verið að vinn með ljóðið Það mælti mín móðir eftir Egil Skallagrímsson í Photo Story. Það sem við vorum að læra var meðal annars framburður, hvernig ætti að nota Photo Story og hvernig á að finna myndir með háa upplausn.
Ég byrjaði að finna myndir sem pössuðu við ljóðið. Síðan breytti ég myndunum t.d. klippa myndirnar eða tímasetja þær, talaði inná myndirnar til þess að gera þetta að myndbandi. Ljóðið orti Egill þegar móðir hans sagði að hann yrði gott víkinga efni.
Ljóðið hljómar svona;
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2010 | 10:37
FERÐ TIL BORGARNES OG REYKHOLT
Þann 9.11´10 fór ég og árgangurinn í ferð. Tilgangurinn var að skoða slóðir Egils Skallagrímssonar sem við erum að vinna með. Við tókum rútu kl. 8:20 frá skólanum að Landnámssetinu í Borgarnesi og vorum komin þangað um 9:30. Þá var okkur skipt í tvo hópa annar fór á sýningu en hinn að borða nesti. Þegar allir höfðu farið á sýninguna fórum við út að skoða Brákarsund þar sem talið er að Þorgerður Brák, fóstra Egils hafi drukknað og minnisvarða hjá því, svo fórum við í Skallagrímsgarðinn að skoða haug Skallagríms og Böðvar sonar Egils og svo styttu af Agli bera Böðvar til grafar. Þar á eftir fórum við á Borg á Mýrum þar sem Egill átti heima og skoðuðum kirkjuna og fórum uppá hólinn fyrir aftan húsin. Svo ókum við til Reykholts þar sem Snorri Sturluson átti heima en hann er talinn hafa skrifað Eglu. Þar borðuðum við hádegismat og síðan byrjaði Geir Waage að segja okkur frá Snorra og tímum hans. Hann sýndi okkur Reykholt en þar inní er Snorrastofa . Við fórum og skoðuðum gömlu kirkjuna og staðinn þar sem gömlu kirkjurnar höfðu verið, Sturlungareit í kirkjugarðinum, Snorralaug og jarðgöngin frá húsi hans og út í laugina. Síðan var farið heim og var komið þangað um 15:05Mér fannst mjög gaman og ég vona að við förum í fleiri svona ferðir enda lærði ég mjög mikið um Egil og fjölskyldu hans og Snorra Sturluson og fjölskyldu hans í þessari ferð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar