Færsluflokkur: Bloggar

Ritun

Í vetur hefr ég verið að vinna í ritun. Ég ákvað að skrifa um körfubolta því ég æfi íþróttina. Ég skrifaði um NBA-deildina, Boston Celtics (uppáhalds liðið mitt), Lebron James og Troðslukeppnina í NBA-deildinni. Mér fannst gaman að vinna þetta verkefni en það var samt erfitt þar sem allar upplýsingarnar voru á ensku og þurfti ég að þýða þær.

 

Hér er verkefnið! 


Excel skjal um kostnað á bátaleigu

Í stærðfræði hef ég verið að læra á Microsoft Excel. Við fundum verkefni í Hring 3-Algebra en þar stóð hvað upphafsgjald, dagtaxti og helgartaxti. Með þeim upplýsingum fann ég út hvað 3 bátar kostuðu í 1, 2, 3, 4, 5 og 6 klst. Hér er verkefnið mitt!


Trúarbragðafræði

Í mars gerði ég verkefni í trúarbragðafræði. Ég skrifaði um eingyðingstrúarbrögðin kristni, islam og gyðingdóm. Ég skrifaði nokkra sameiginlega hluti og nokkra ólíka hluti um trúarbrögðin. Svo setti ég inn myndira af helstu táknum þeirra.

 

Hér er vekefnið! 


Miklagljúfur

Undanfarnar vikur hef ég verið að gera Power point glærukynningu um Miklagljúfur. Ég byrjaði á því  að skrifa texta á blað, upplýsingarnar fékk ég úr hefti sem kennarinn minn lét mig fá. Síðan lét ég það inní Word skjal. Síðan lét ég allt í Powerpoint og breytti bakgrunninum á glærunum. Það sem ég lærði var að breyta bakgrunninum í Powerpoint og líka sitthvað um Miklagljúfur.


Bókagagngrýni

Í vetur las ég bók sem heitir Ríólítreglan eftir Kristíni Helgu. Síðan gerði ég bókagagngrýni. Ég skrifaði í Word og lét svo á box.net og svo á bloggið.

Hér er gagngrýnin mín Smile


En i mit liv - Danska

Undanfarnar 2 vikur hef ég verið að gera verkefni í dönsku. Ég átti að skrifa einn dag í lífi mínu á dönsku. Ég byrjaði að skrifa uppkastablað sem kennarinn fór yfir. Svo skrifaði ég í tölvur og setti inn myndir.Hér er verkefnið mitt !

 

 

 


Hallgrímur Pétursson

Síðustu tvær og hálfa viku hef ég verið að læra um Hallgrím Pétursson. Ég byrjaði að lesa heimildir um Hallgrím og svo byrjaði ég að skrifa Word. Þegar ég var búinn að því þá byrjaði ég að láta inn í Power Point. Þegar ég var búinn að láta allan textann lét ég myndir inn. Síðan lét ég þetta  inn á Slideshare.net. Mér fannst þetta verkefni skemmtilegt.

Hér er verkefnið mitt : 

View more presentations from runarh3199

Tyrkjaránið

Í vetur hef ég verið að læra um Tyrkjaránið. Kennarinn minn las bók sem heitir Reisubók Guðríðar Símonardóttir. Ég teiknað mynd af Vestmanneyjum og ég gerði líka teiknimyndasögu um atburðinn. Svo fór ég í tölvur og gerði fréttablað um Tyrkjaránið. Ég byrjaði að skrifa fréttirnar í Word en lét þær síðar í Publisher. Mér fannst áhugaverðast að nota Publisher því að það er skemmtilegt forrit. Mér fannst ég geta sett mig í spor Sölmundar þegar honum var rænt og þegar hann var í bátnum á leiðinni.

 Mér fannst ekki skemmtilegt að gera fréttirnar því mér fannst það of krefjandi en það var hinsvegar gaman að vinna í Publisher.


Reykjaferð 14-18 nóv.

Vikuna 14-18 nóv. fór ég með árganginum í Reykjaskóla í Hrútafyrði. Við gistum á Grund, strákarnir uppi og stelpurnar niðri. Giljaskóli á Akureyri var með okkur. Ég var með Mumma í herbergi. Fögin sem við vorum í voru íþróttir, byggðasafn, stöðvaleikur, undraheimur auranna og náttúrufræði Í íþróttum fannst mér skemmtilegast með fallhlífina, á byggðasafninu var áhugaverðast að læra um hákarlaveiðar, í stöðvaleiknum var áhugavert að læra um síðust aftökuna. Í undraheimur auranna fannst mér ekkert standa upp úr. Í náttúrufræði fannst mér áhugavert að skoða inn í bláskeljar. Mér fannst þessi ferð mjög skemmtileg og lærði ég margt nýtt.

Hópurinn okkar


Staðreyndir um Evrópu

Síðat liðnar vikur hef ég verið að vinna að verkefni sem heitir Staðreyndir um Evrópu. Ég byrjaði að skrifa svör við 24 spurningum og skrifaði það svo inn á Microsoft Word og lét myndir, síðan lét ég það á box.net. Hér er Verkefnið

Næsta síða »

Höfundur

Rúnar Haraldsson
Rúnar Haraldsson
Rúnar er snilli úr Reykjavík
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband