18.11.2010 | 10:37
FERÐ TIL BORGARNES OG REYKHOLT

Þann 9.11´10 fór ég og árgangurinn í ferð. Tilgangurinn var að skoða slóðir Egils Skallagrímssonar sem við erum að vinna með. Við tókum rútu kl. 8:20 frá skólanum að Landnámssetinu í Borgarnesi og vorum komin þangað um 9:30. Þá var okkur skipt í tvo hópa annar fór á sýningu en hinn að borða nesti. Þegar allir höfðu farið á sýninguna fórum við út að skoða Brákarsund þar sem talið er að Þorgerður Brák, fóstra Egils hafi drukknað og minnisvarða hjá því, svo fórum við í Skallagrímsgarðinn að skoða haug Skallagríms og Böðvar sonar Egils og svo styttu af Agli bera Böðvar til grafar. Þar á eftir fórum við á Borg á Mýrum þar sem Egill átti heima og skoðuðum kirkjuna og fórum uppá hólinn fyrir aftan húsin. Svo ókum við til Reykholts þar sem Snorri Sturluson átti heima en hann er talinn hafa skrifað Eglu. Þar borðuðum við hádegismat og síðan byrjaði Geir Waage að segja okkur frá Snorra og tímum hans. Hann sýndi okkur Reykholt en þar inní er Snorrastofa . Við fórum og skoðuðum gömlu kirkjuna og staðinn þar sem gömlu kirkjurnar höfðu verið, Sturlungareit í kirkjugarðinum, Snorralaug og jarðgöngin frá húsi hans og út í laugina. Síðan var farið heim og var komið þangað um 15:05Mér fannst mjög gaman og ég vona að við förum í fleiri svona ferðir enda lærði ég mjög mikið um Egil og fjölskyldu hans og Snorra Sturluson og fjölskyldu hans í þessari ferð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning