Ritun

Ég er búinn að vera í ritun í vetur og ákvað að skrifa barnasögu;Dolli og vinir hans. sagan gerist í Austur- og Vesturvatni, en Dolli týnist og eftir langa leit þá finna vinir hans,Solla og Keli hann. mér fannst ritunin í vetur alveg ágæt en ég var svolítið áhugalaus núna í vor með þessa sögu. Hinar sögunar heppnuðust vel en þær hétu Olísmót 2010 og Brandarabók Rúnars. Ég handskrifaði bókina og get því ekki sýnt ykkur hana.

 


Ensku kynning

Í vor byrjaði ég að gera kynningu um mig í ensku hjá Auði. Ég byrjaði að skrifa kynninguna í stílabók og skrifaði setningar eins og my favorite subject in school is og my favorite season is. Svo fórum við að finna myndir sem að passa við setningarnar og létum inn á Photostory og gerðum myndband úr því. Þá var bara að flytja þetta fyrir bekkinn svo lét ég þetta á Youtube og þaðan hingað.

Hér er myndbandið við kynninguna


Hvalir

  • Hvalir eru spendýr af ætt klaufdýra
  • Þeir lifa í öllum heimsins höfum
  • Hvalir skipist í tvo undir ættbálka
    • Skíðishvali og tannhvali
  • Steypireyður er af ætt skíðishvala og er stærsta dýr jarðar
  • Hvali eru með heitt blóð í æðum
  • Skíðishvalir hafa tvö blástursop en tannhvalir aðeins eitt
  • Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn getur hann kafað á 2 km. dýpi og getur verið verið niðri í 60 mín.
  • Hvalir hafa mjög lélega sjón en mjög góða heyrn
  • Þeir skynja umhverfið með hátíðnhljóðum
  • Það eru til 11 tegundir af skíðishvölum en 80 af tannhvölum í heiminum
  • það eru 8 tegundir af skíðishvölum hér við land en 15 tegundir af tannhvölum
  • Karldýrið heitir tarfur,kvendýrið kýr og afkvæmið kálfur, hvalkýr keflir kálfinum
  • Tannhvalir nota tennurnar ekki til að tyggja heldur til að grípa og drep bráðina
  • Háhyrningur er grimmastur allra tannhvala
  • Búrhvalur hefur stærsta heilabú allra dýra en það er 10 kg. á þyngd
  • Skíðishvalir hafa hornblöð og úr þeim hanga skíðin
  • Mikið var veitt af hvölum fyrr á tíðum og hafa því flestir stofnar rýrnað  

 


Eldfjallið mitt

Undanfarnar vikur hef ég verið að vinna að verkefni í náttúrufræði. Ég átti að velja méreldfjall á Íslandi til þess að gera glærukynningu og valdi ég mér Eldfellí Vestmannaeyjum. Ég byrjaði á því að skrifa allar glærurnar á rammablað og tókþað nokkurn tíma. Eftir það fórum við í tölvur og byrjuðum við að láta allan texta inn. Þá var bara eftir að finna hönnun og finna og setja inn myndir. svo var bara að vista inn á Slideshare.net og svo hingað á bloggið. Mérfannst þetta verkefni mjög skemmtilegt og áhugavert.

Hér er glærukynningin 

 

 


  

Höfundur

Rúnar Haraldsson
Rúnar Haraldsson
Rúnar er snilli úr Reykjavík
Maí 2011
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband